
SKÁTAFÉLAGIÐ HEIÐABÚAR
Aðalfundur Skátafélagsins Heiðabúa fer fram mánudaginn 26. febrúar kl 19:30 í skátaheimilinu á Hringbraut 101.
Kosið verður um stjórn félagsins, lagabreytingar afgreiddar, farið yfir árskýrslu og ársreikninga. Lausar eru stöður félagsforingja, ritara, meðstjórnanda og varamanna. Meðstjórnendur og varamenn gefa áfram kost á sér en allir geta boðið sig fram í þær stöður. Einnig er óskað eftir tillögum um breytingar á lögum félagsins. Áhugasamir hafi samband við Árna Frey í síma 865-5776 eða í tölvupósti á arnifreyr@ymail.com. Umsóknarfrestur um stöðu í stjórn og tillögur að lagabreytingum er til föstudagsins 16. febrúar.
Við bjóðum öllum virkum skátum og forráðamönnum þeirra, sem og öllum áhugasömum um skátahreyfinguna velkomin á fundinn.
Með skáta kveðju, stjórn Heiðabúa.
Þetta er heimasíða Skátafélagsins Heiðabúa sem starfar í Reykjanesbæ.
VIÐBURÐA-SKRÁNING
Heiðabúar eru frjáls félagasamtök fyrir skátastarf drengja og stúlkna
Skátafélagið Heiðabúar eru aðili að BÍS
Nonprofit Organization · Youth Organization · Boy scout · Girl scout
Þarftu að ná í okkur

UM OKKUR
HEIÐABÚAR,
VÍSIÐ VEGINN,
VÖRÐUM HLAÐIÐ EYÐI SAND
Skátafélagið Heiðabúar Stofna 15 september 1937 og fyrsti félagsforingi þess var Helgi S(igurgeir) Jónsson.