top of page

GILDANDI LÖG SKÁTAFÉLAGSINS HEIÐABÚA

Febrúar 2010

Lög skátafélagsins Heiðabúa

Lög skátafélagsins Heiðabúa

1. kafli - Heitifélagsins og markmið

1. grein

Nafn félagsins er Skátafélagið Heiðabúar. Lögheimili þess og varnarþing er í Reykjanesbæ.

2. grein Markmið félagsins er að þroska börn og ungt fólk til að verða ábyrgir, sjálfstæðir og virkir einstaklingar í þjóðfélaginu.

Markmiðum sínum hyggst félagið ná meðal annars með:

·         Hópvinnu til að þroska tillitssemi, samstarfshæfileika, ábyrgð og stjórnunarhæfileika.

·         Útilíf til að efla líkamsþrek og vekja áhuga á náttúrunni og löngun til að vernda hana.

·         Viðfangsefnum af ýmsutagi til að kenna skátum ýmis nytsöm störf, sjálfum þeim og öðrum til heilla.

·         Þátttöku í alþjóðastarfi skátahreyfingarinnar til að gefa skátum tækifæri til að kynnast ungu fólki í öðrum löndum, háttum þess og menningu.

3. grein Félagið er aðili að Bandalagi íslenskra skáta og ber að starfa eftir lögum þess og reglugerðum.

2. kafli - Innganga og skyldur félagsmanna

4. grein

Til að gerast félagi þarf viðkomandi að vera að lágmarki 7 ára. Skriflegt leyfi foreldris eða forráðamanns þarf sé viðkomandi ekki sjálfráða.

5. grein

Hver og einn telst félagi ef félagsstjórn eða fulltrúi hennar hefur samþykkt inntökubeiðni hans. 

Óski einhver eftir að hætta störfum skal viðkomandi tilkynna það sveitarforingja, eða félagsstjórn félagsins skriflega.

6. grein

Gerist félagi brotlegur við lög þessi eða spillir áliti félagsins að mati félagsstjórnar getur hann sætt brottrekstri úr félaginu. Skal þá félagsstjórn tilkynna viðkomandi það skriflega.

3. kafli - Stjórnun félagsins

7. grein

Aðalfundur fer með æðsta vald félagsins en félagsstjórn milli aðalfunda.

Aðalfund skal halda fyrir febrúarlok ár hvert.  Skal félagsstjórn boða til hans með minnst tveggja vikna fyrirvara. 

 8.grein

Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa allir starfandi skátar 18 ára og eldri séu félagsgjöld viðkomandi í skilum og einn forráðamaður hvers skáta yngri en 18ára, séu félagsgjöld viðkomandi skáta í skilum.  Enginn einn forráðamaður má þó fara með meira en eitt atkvæði. 

Seturétt sem áheyrnarfulltrúar á aðalfundi hafa allir félagar og forráðamenn þeirra sé skátinn yngri en 18 ára svo og fulltrúi úr stjórn BÍS.  Félagsstjórn er heimilt að bjóða öðrum að sitja aðalfund sem áheyrnarfulltrúar.  Áheyrnarfulltrúar hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt.

9. grein

Verkefni aðalfundar eru:

a.      Kosning fundarstjóra og fundarritara.

b.     Skýrsla stjórnar og umræður um hana.

c.      Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins til umræðu og afgreiðslu.

d.     Lagabreytingar.

e.      Kosning stjórnar.

f.      Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.

g.     Önnur mál.

10. grein

Stjórn félagsins skal skipuð 5 aðalmönnum: Félagsforingja, aðstoðarfélagsforingja, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda. Allir stjórnarmeðlimir eru kosnir sérstaklega. Stefnt skal að því að minnst einn stjórnarmanna sé kjörinn úr hópi forráðamanna starfandi skáta undir 18 ára í félaginu.

11. grein

Verksvið stjórnar eru meðal annars fjármál, húsnæðismál, umsjón með eignum félagsins svo og öðru sem þarf til að tryggja öfluga starfsemi félagsins í samvinnu við foringjaráð félagsins.

Boðað er til stjórnarfunda að minnsta kosti mánaðarlega á tímabilinu ágúst– maí.

Stjórnarfundur telst löglegur ef minnst 3 stjórnarmeðlimir eru mættir. Ákvarðanir

stjórnar ákvarðast með einföldum meirihluta.

Stjórn félagsins er heimilt að setja reglugerðir um einstaka þætti félagsstarfsins, t.d. blaðaútgáfu, skemmtanahald, skálaferðir o.fl.

Félagsforingi er formaður stjórnar, annast samskipti við BÍS, opinbera aðila og önnur samtök.

Aðstoðarfélagsforingi hefur umsjón með innra starfi félagsins og er formaður foringjaráðs.

Ritari ber ábyrgð á fundargerðum stjórnar.

Gjaldkeri er ábyrgur fyrir fjármálum félagsins.

12. grein

Aðstoðarfélagsforingi er formaður foringjaráðs og skal það skipað sveitar-og aðstoðarsveitarforingjum félagsins. Foringjaráð getur boðið öðrum setu á einstökum fundum ráðsins og hefur viðkomandi tillögurétt. Formaður boðar til og stýrir foringjaráðsfundum auk þess sem hann stýrir störfum ráðsins á starfsvetrinum.

Aðalmarkmið foringjaráðs skal vera að styrkja starf skátasveitanna og aðstoða og leiðbeina foringjum í störfum þeirra. Foringjaráð fundar að jafnaði mánaðarlega. Foringjaráð fer með almenna stjórnun og skipulagningu á innra starfi félagsins í samráði við félagsstjórn. Ákvarðanir eru teknar með einföldum meirihluta viðstaddra foringjaráðsmanna. Ákvarðanir mega þó ekki vera gegn vilja eða stefnu stjórnar.

Foringjaráð og allir meðlimir félagsstjórnar skulu funda saman að jafnaði ársfjórðungslega. Á þeim fundum er almennt skátastarf félagsins skipulagt. Félagsforingi boðar til ársfjórðungsfunda í samráði við formann foringjaráðs.

13. grein

Óski 12 atkvæðisbærra Heiðabúa eða fleiri skriflega eftir að boðað sé til auka aðalfundar er stjórn skylt að verða við því og boða auka aðalfund eigi síðar en tveimur vikum eftir að slík ósk er borin fram.

14. grein

Félagsforingi skipar sveitarforingja að fengnum tillögum foringjaráðs.  Sveitarforingjar skipa flokksforingja.

4. kafli – Annað

15. grein

Félagið starfar í tengslum við St. Georgs gildið í Keflavík.

16. grein

Félagsstjórn ákveður félagsgjald til félagsins.

17. grein

Hætti félagið störfum, skal St. Georgs gildinu í Keflavík falið umsjá eigna þess, þar til það hefur störf á ný. Leggist starfsemi beggja félaganna niður,skal Reykjanesbæ falin um sjá eignanna. Skulu þær þá notaðar til heilbrigðrar æskulýsstarfsemi í, samráði við stjórn Bandalags íslenskra skáta, þar til skátastarf verður endurvakið.

18. grein

Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi og skulu tillögur aðlagabreytingum berast stjórn í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund. Framlagðar lagabreytingartillögur skulu liggja frammi í skátaheimilum félagsins í minnst eina viku fyrir aðalfund. Lögum verður aðeins breytt ef tveir þriðju hlutar kosningarbærra fundarmanna greiða atkvæði með lagabreytingartillögum.

19. grein

Lög þessi eru sett á aðalfundi Skátafélagsins Heiðabúa 2009 og öðlast þegar gildi.


Samþykkt á aðalfundi Febrúar 2010

LÖG HEIÐABÚA

SKÁTAFÉLAGIÐ HEIÐABÚAR

bottom of page